Arctic Hydro vinnur að undirbúningi virkjunar í Geitdalsá á Fljótsdalshéraði. Um er að ræða allt að 9,9 MW virkjun sem myndi tengjast dreifikerfi Landsnets við Hryggstekk um jarðstreng.
Þriðjudaginn 26. mars, milli klukkan 14:00 og 18:00, verða aðilar frá Arctic Hydro og verkfræðistofunni Mannvit með opið hús í Félagsheimilinu á Arnhólsstöðum í Skriðdal. Þar gefst íbúum og öðrum tækifæri til að kynna sér hugmyndir að virkjun og fyrirhugað ferli sem er framundan.
Allir sem áhuga hafa á þessu verkefni og láta málið sig varða eru hvattir til að koma við á Arnhólsstöðum 26. mars og ræða við fulltrúa Artic Hydro og Mannvits. Kaffiveitingar.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.