Opið hús um virkjun Geitdalsár

Þriðjudaginn 26. mars, milli klukkan 14 og 18, verða aðilar frá Arctic Hydro og verkfræðistofunni Ma…
Þriðjudaginn 26. mars, milli klukkan 14 og 18, verða aðilar frá Arctic Hydro og verkfræðistofunni Mannvit með opið hús í Félagsheimilinu á Arnhólsstöðum í Skriðdal

Arctic Hydro vinnur að undirbúningi virkjunar í Geitdalsá á Fljótsdalshéraði. Um er að ræða allt að 9,9 MW virkjun sem myndi tengjast dreifikerfi Landsnets við Hryggstekk um jarðstreng.

Þriðjudaginn 26. mars, milli klukkan 14:00 og 18:00, verða aðilar frá Arctic Hydro og verkfræðistofunni Mannvit með opið hús í Félagsheimilinu á Arnhólsstöðum í Skriðdal. Þar gefst íbúum og öðrum tækifæri til að kynna sér hugmyndir að virkjun og fyrirhugað ferli sem er framundan.

Allir sem áhuga hafa á þessu verkefni og láta málið sig varða eru hvattir til að koma við á Arnhólsstöðum 26. mars og ræða við fulltrúa Artic Hydro og Mannvits. Kaffiveitingar.