Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti á fundi sínum þann 6. mars sl. að veita framkvæmdaleyfi til Landsnets vegna Kröflulínu 3 innan sveitarfélagamarka Fljótsdalshéraðs. Leyfið er gefið út á grundvelli umhverfismats Kröflulínu 3 og Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008 – 2028, sbr. breytingu vegna Kröflulínu 3 sem tók gildi þann 25. febrúar 2019.
Framkvæmdin er matsskyld samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og liggur matsskýrsla Landsnets og álit Skipulagsstofnunar vegna mats á umhverfisáhrifum frá 6. desember 2017 fyrir.
Nánari upplýsingar um útgáfu framkvæmdaleyfisins og forsendur þess eru:
Vakin er athygli á því að niðurstaða sveitarstjórnar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála á grundvelli 52. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. einnig 4. gr. laga nr. 130/2011. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar.
Egilsstöðum 14. mars. 2019
Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Fljótsdalshéraðs
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.