Fréttir

Matvælaframleiðsla á Héraði

Miðvikudaginn 6. mars, klukkan 12 - 13 verður haldinn „súpufundur“ um matvælaframleiðslu, á vegum atvinnu- og menningarnefndar Fljótsdalshéraðs, á Hótel Héraði. Fluttar verða tvær framsögur en síðan er gert ráð fyrir umræðum.
Lesa

Fellaskóli fær nýtt einkennismerki

Fellaskóli á Fljótsdalshéraði hefur fengið nýtt einkennimerki. Heiðbjört Stefánsdóttir sigraði í samkeppni um merkið en Perla Sigurðardóttir útfærði það í lit og svarthvítu
Lesa

Grunnskólanemar fá þrívíddarprentara

Grunnskólarnir, Brúarásskóli, Fellaskóli og Egilsstaðaskóli, keyptu saman á vordögum þrívíddarprentara.
Lesa

Leiksmiðja á fimmtudag

Á fimmtudaginn, þann 28. febrúar, heldur Trausti Ólafsson leiklistarfræðingur leiksmiðju í Sláturhúsinu Menningarsetri. Í smiðjunni býðst tækifæri til þess að vinna með hugtök og texta Antonin Artaud í því skyni að nálgast skilning á því hvernig hugmyndir hans geta orðið aflvaki sköpunar.
Lesa

Heimasíða fyrir sameiningarverkefni

Ný heimasíða Samstarfsnefndar um sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar hefur litið dagsins ljós. Síðan er á slóðinni www.svausturland.is
Lesa

Frönsk kvikmyndahátíð í Sláturhúsinu

Dagana 21. og 22. febrúar verða sýndar franskar kvikmyndir í Sláturhúsinu menningarsetri á Egilsstöðum. Sýningarnar eru haldnar í framhaldi af Franskri kvikmyndahátíð sem fram fór í Reykjavík 6.-17. febrúar, í nítjánda sinn. Sendiherra Frakka á Íslandi, Graham Paul, verður viðstaddur fyrri sýninguna í Sláturhúsinu. Sýndar verða tvær kvikmyndir, sem heita Litli bóndinn og Sjúklingur. Báðar sýningarnar hefjast klukkan 19:30.
Lesa

Vel heppnaður gönguskíðadagur

Sunnudaginn 10. febrúar síðastliðinn fór fram vel heppnað gönguskíðanámskeið á vegum ungmennafélagsins Þristar og gönguskíðahópsins Snæhéra. Þristur hafði frumkvæði að því að halda örnámskeið á gönguskíðum í samstarfi við Snæhérana. Námskeiðið var tilvalið fyrir bæði algjöra byrjendur og eins þá sem vildu hressa upp á tæknina.
Lesa

Dagskrá bæjarstjórnarfundar 20. febrúar

289. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar miðvikudaginn 20. febrúar 2019 og hefst hann klukkan 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa

Hjálpumst að í umferðinni

Þegar snjóar líkt og gert hefur síðustu daga er bráðnauðsynlegt að við hjálpumst öll að í umferðinni. Skyggni er gjarnan slæmt, háir skaflar og veggir hafa myndast víða og aðstæður verða þannig að ekki er alltaf hægt að stöðva ökutæki á augabragði eða bregðast hratt við. Eins eru gangstéttar ekki alltaf ruddar um leið og göturnar, sem kallar á aukinn fjölda gangandi vegfaranda á götunum.
Lesa

Vegna umræðu í tengslum við áform um föngun villikatta

Að undanförnu hefur verið nokkuð lífleg umræða bæði í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum sem rekja má til áforma Fljótsdalshéraðs um föngun villikatta dagana 18. febrúar til 8. mars nk.
Lesa