- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Dagana 21. og 22. febrúar verða sýndar franskar kvikmyndir í Sláturhúsinu menningarsetri á Egilsstöðum. Sýningarnar eru haldnar í framhaldi af Franskri kvikmyndahátíð sem fram fór í Reykjavík 6.-17. febrúar, í nítjánda sinn. Sendiherra Frakka á Íslandi, Graham Paul, verður viðstaddur fyrri sýninguna í Sláturhúsinu. Sýndar verða tvær kvikmyndir, sem heita Litli bóndinn og Sjúklingur. Báðar sýningarnar hefjast klukkan 19:30.
Pierre er þrítugur kúabóndi. Það kemur upp sjúkdómur í kúm í Frakklandi og Pierre áttar sig á því að ein af kúnum hans er smituð. Hann fær ekki af sér að farga þeim. Þær eru allt sem hann á og hann fer fram á ystu nöf til að bjarga þeim.
Myndin hlaut frönsku Césarverðlaunin fyrir frumraun leikstjóra. Aðalleikararnir tveir hlutu líka Césarverðlaunin fyrir besta leik í karlhlutverki og besta leik konu í aukahlutverki.
Drama, enskur texti - Lengd: 90 mín - Leikstjórn: Hubert Charuel - Leikarar: Swann Arlaud og Sara Giraudeau.
Myndin er sýnd í Sláturhúsinu fimmtudaginn 21. febrúar klukkan 19:30
Ben getur hvorki baðað sig, klætt né gengið þegar hann kemur á endurhæfingarstöð eftir alvarlegt bílslys. Sjúklingar er saga af endurfæðingu, skrykkjóttri ferð þar sem skiptast á sigrar og ósigrar, tár og skellihlátrar en þó fyrst og fremst samfundir við annað fólk því enginn læknast á eigin spýtur.
Franski slammarinn Grand Corps Malade sótti innblástur í eigin reynslu þegar hann gerði „grípandi og sanna mynd sem menn hlæja og gráta yfir.“ (Rolling Stone)
Dramatísk gamanmynd, enskur texti - Lengd: 110 mín - Leikstjórn: Grand Corps Malade og Mehdi Edir - Leikarar: Pablo Pauly, Soufiane Guerrab, Moussa Mansaly.
Myndin er sýnd í Sláturhúsinu föstudaginn 22. febrúar klukkan 19:30