Í frétt á vef Brúarásskóla kemur fram að Fljótsdalshérað sé sífellt að vinna að betri tæknibúnaði í grunnskólum héraðsins.
Nýjasta viðbótin er þrívíddarprentari sem skólarnir þrír á svæðinu, Brúarásskóli, Fellaskóli og Egilsstaðaskóli keyptu saman nú á vordögum. Prentarinn er þessa dagana í Brúarásskóla þar sem hann byrjar ævintýrið sitt, síðan fer hann á milli skóla til þess að sem flestir nemendur fái tækifæri til að vinna með hann.
Í fréttinni segir einnig: „Þrívíddarprentari er frábært verkfæri sem hægt er að nýta í forritun, smíðum, stærðfræði, upplýsingatækni og margt margt fleira.“
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.