Á fimmtudaginn, þann 28. febrúar, heldur Trausti Ólafsson leiklistarfræðingur leiksmiðju í Sláturhúsinu Menningarsetri.
Trausti hefur víðtæka reynslu af leiklist en hann lauk doktorsprófi í leiklistarfræðum frá University of East Anglia í Bretlandi árið 2003. Þá hefur hann einnig stundað nám við Oslóarháskóla og Leiklistarháskólann í Prag.
Í smiðjunni býðst tækifæri til þess að vinna með hugtök og texta Artaud í því skyni að nálgast skilning á því hvernig hugmyndir hans geta orðið aflvaki sköpunar.
Grundvallarhugtök Artaud eru skuggi og tvívera. Í samræmi við það verður unnið með þau í smiðjunni. Einnig verður dvalið við aðra grunnþætti skrifa Artaud, svosem grimmd, gullgerðarlist og niðurbrot tungumálsins. Með þessari nálgun fá þátttakendur tækifæri til þess að þreifa á því hvernig verk Artaud geta orðið uppspretta nýrra hugmynda og þróunar þeirra.
Áhugafólk um leikhúslistir ættu ekki að láta þessa leiksmiðju fram hjá sér fara.
Aðgangur er frjáls. Frekari upplýsingar má nálgast hjá Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs, mmf@egilsstadir.is
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.