Fellaskóli fær nýtt einkennismerki

Nýtt einkennismerki Fellaskóla
Nýtt einkennismerki Fellaskóla

Fellaskóli á Fljótsdalshéraði hefur fengið nýtt merki. Haldin var samkeppni um einkennismerki skólans sem lauk 10. janúar 2019.

Heiðbjört Stefánsdóttir varð hlutskörpust og vann með sinni tillögu en Perla Sigurðardóttir útfærði merkið bæði í lit og svarthvítu.

Verið er að panta peysur með nýju merki skólans í barminum fyrir alla nemendur og áhangendur Fellaskóla sem vilja.