Fréttir

Skógardagurinn mikli 22. júní

Skógardagurinn mikli verður haldinn í Mörkinni Hallormsstað laugardaginn 22. júní. Margt verður í boði m.a. Íslandsmeistaramótið í skógarhöggi, skógarhlaup og skemmtiskokk, tónlist og leikir. Ekki má svo gleyma heilgrilluðu nauti, lambakjöti og öðru matarkyns.
Lesa

Torvald Gjerde hlaut Menningarverðlaun Fljótsdalshéraðs

Þann 17. júní voru Menningarverðlaun Fljótsdalshéraðs veitt í fyrsta sinn. Hlutverk verðlaunanna er vera hvatning til eflingar á menningar- og listastarfi í sveitarfélaginu. Í vor var auglýst eftir ábendingum til verðlaunanna og á fundi sínum 11. júní komst atvinnu- og menningarnefnd einróma að þeirri niðurstöðu að Torvald Gjerde skuli hljóta Menningarverðlaun Fljótsdalshéraðs 2019.
Lesa

Samfélagssmiðjan að Miðvangi 31

Samfélagssmiðjan að Miðvangi 31 (í gamla Blómabæ) verður opin í dag, þriðjudaginn 18. júní 2019 frá klukkan 15:00-18:00. Á staðnum, til skrafs og ráðagerða, verða Freyr Ævarsson, verkefnastjóri umhverfismála, og Stefán Bogi Sveinsson, forseti bæjarstjórnar.
Lesa

Sameiningarviðræður til seinni umræðu

Sveitarstjórnir Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar hafa tekið álit samstarfsnefndar um tillögu um sameiningu sveitarfélaganna til fyrri umræðu og vísað því til síðari umræðu. Álit samstarfsnefndarinnar er að fram skuli fara atkvæðagreiðsla meðal íbúa sveitarfélaganna um sameiningu sveitarfélaganna fjögurra í eitt.
Lesa

17. júní hátíðarhöld og sýningaropnanir

Dagskrá Þjóðhátíðardags Íslendinga, þann 17. júní, fer fram á Fljótsdalshéraði að mestu í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum, eins og undanfarin ár. Einnig verða opnaðar tvær nýjar sýningar í Sláturhúsinu menningarsetri og í Minjasafni Austurlands verður opið þennan dag.
Lesa

Útivistar- og náttúrubingó Ungmennafélagsins Þristar

Í Hreyfivikunni 2019 deildi Ungmennafélagið Þristur frábæru útivistar- og náttúrubingói á Facebook. Á bingóspjaldinu eru hugmyndir að því hvernig hægt er að krydda gönguferðir og útivist með litlum áskorunum, t.d. froskahoppum, fjölskyldusjálfu og trjáfaðmi.
Lesa

Opnun samfélagssmiðju

Opnun samfélagssmiðju að Miðvangi 31 (í gamla Blómabæ) verður í dag, þriðjudaginn 11. júní 2019 klukkan 15. Opið verður til klukkan 18. Léttar veitingar í boði. Samfélagssmiðjunni er ætlað að vera vettvangur íbúa sveitarfélagsins til að koma sínum hugmyndum og athugasemdum á framfæri. Þar verða starfsfólk og kjörnir fulltrúar til skrafs og ráðagerða. Að auki verður þar fundarými og laust pláss fyrir hvers konar viðburði.
Lesa

Sumarsýningar Sláturhússins opna 17. júní

Líkt og verið hefur undanfarin ár er Sumarsýning Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs 2019 í Sláturhúsinu á Egilsstöðum tvískipt og opnar hún þann 17. júní.
Lesa

Samfélagssmiðja í gamla Blómabæ

Þessa dagana er verið að breyta „Blómabæjarhúsinu“, gömlu gróðurhúsi nálægt miðbæ Egilsstaða, í nokkurs konar samfélagssmiðju. Smiðjunni er ætlað að vera vettvangur íbúa sveitarfélagsins til að koma sínum hugmyndum og athugasemdum á framfæri.
Lesa

Sumaráætlun strætó tekur gildi

Sumaráætlun almenningssamgangna á Fljótsdalshéraði hefur tekið gildi.
Lesa