Fréttir

Samfélagssmiðjan 23.-26. september

Viðtalstímar kjörinna fulltrúa og starfsfólks stjórnsýslu Fljótsdalshéraðs í Samfélagssmiðjunni að Miðvangi 31 (þar sem Fóðurblandan var) verða sem hér segir í vikunni 23.-26. september.
Lesa

Móttaka nýrra íbúa - Reception for new residents – Powitanie nowych mieszkancow

Á Ormsteiti hefur sú hefð skapast að bjóða öllum sem flutt hafa til Fljótsdalshéraðs frá því síðasta Ormsteiti var haldið, fyrir um ári, til sérstakrar móttöku. Þetta er skemmtileg og góð leið til að kynnast samfélaginu, sýna sig og sjá aðra, svo og fyrir Fljótsdalshérað að bjóða nýja íbúa velkomna!
Lesa

Þetta vilja börnin sjá!

Sunnudaginn 15. september 2019 opnaði sýningin Þetta vilja börnin sjá! í Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs - Sláturhúsi. Á sýningunni er hægt að skoða myndskreytingar úr íslenskum barnabókum sem komu út á árinu 2018. Sýningin í Sláturhúsinu stendur til 15. október og er opin á milli 10:00 og 15:00 alla virka daga.
Lesa

Dagskrá bæjarstjórnarfundar 18. september

300. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar miðvikudaginn 18. september 2019 og hefst hann klukkan 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa

Samfélagssmiðjan í vikunni

Viðtalstímar kjörinna fulltrúa og starfsfólks stjórnsýslu Fljótsdalshéraðs í Samfélagssmiðjunni að Miðvangi 31 (þar sem Fóðurblandan var) verða sem hér segir í vikunni 16.-19. september.
Lesa

BRASað á laugardegi

Hápunktur BRAS – menningarhátíðar barna og ungmenna á Austurlandi verður í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum laugardaginn 14. september. Boðið verður uppá frábæra dagskrá fyrir alla aldurshópa í íþróttamiðstöðinni og er aðgangur ókeypis. Sama dag verða tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Austurlands í Egilsstaðakirkju þar sem Makímús Músíkus verður fluttur.
Lesa

Íþróttamiðstöðin á Ormsteiti

Í tilefni Ormsteitis verður frír aðgangur í skipulagða tíma í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum dagana 16. til 20. september 2019.
Lesa

Síðustu forvöð að sjá sýninguna um Sunnefu

Enn er hægt að sjá sumarsýningar MMF í Sláturhúsinu en frá laugardeginum 15. september verður sýningin um Sunnefu eingöngu í boði fyrir skólaheimsóknir, sem hluti af menningarhátíð barna og ungmenna.
Lesa

Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands haustið 2019

Líkt og síðustu ár mun Ferðafélag Íslands standa fyrir lýðheilsugöngum í september. Er verkefnið unnið í samstarfi við sveitarfélög og ferðafélög um land allt.
Lesa

Samfélagssmiðjan 9.-12. september

Viðtalstímar kjörinna fulltrúa og starfsfólks stjórnsýslu Fljótsdalshéraðs í Samfélagssmiðjunni að Miðvangi 31 (þar sem Fóðurblandan var) verða sem hér segir í vikunni 9.-12. september.
Lesa