Enn er hægt að sjá sumarsýningar MMF í Sláturhúsinu en frá laugardeginum 15. september verður sýningin um Sunnefu eingöngu í boði fyrir skólaheimsóknir, sem hluti af menningarhátíð barna og ungmenna.
Á efri hæð Sláturhússins er ‘ég er að deyja’, einkasýning Kristínar Gunnlaugsdóttur myndlistarkonu sem sýnir stórar textílveggmyndir sem og útsaum á striga þar sem koma fyrir setningar sem vísa til sýningar á neðri hæð, í Frystiklefanum.
Þar er sett upp sögulega upplifunarsýning, ‘Sunnifa’, sem fjallar um ævi Sunnefu Jónsdóttur frá Geitavík og segir frá óleystu sakamáli frá 18. öld.
Sumarsýningar MMF 2019 eru opnar frá klukkan 11:00 til 17:00 þriðjudaga til laugardaga.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.