Viðtalstímar kjörinna fulltrúa og starfsfólks stjórnsýslu Fljótsdalshéraðs í Samfélagssmiðjunni að Miðvangi 31 (þar sem Fóðurblandan var) verða sem hér segir í vikunni 16.-19. september.
Samfélagssmiðjunni er ætlað að vera vettvangur íbúa sveitarfélagsins til að koma sínum hugmyndum og athugasemdum á framfæri. Þar verða starfsfólk og kjörnir fulltrúar til skrafs og ráðagerða, alltaf með heitt á könnunni. Gert er ráð fyrir að í vetur verði þrír viðtalstímar kjörinna fulltrúa og starfsfólks í viku hverfi, þ.e. á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum milli klukkan15 og 18.
Einhverjar breytingar kunna þó að verða frá þessu viðveruplani, vegna fjarveru kjörinna fulltrúa og starfsmanna út af öðrum verkefnum.
Í Samfélagssmiðjunni er á veggspjöldum hægt að kynna sér ýmislegt varðandi sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogs, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar sem kosið verður um 26. október.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.