Snjóhreinsun um jól og áramót á Fljótsdalshéraði

Stefnt er að snjóhreinsun á Þorláksmessu á öllum aðalleiðum í þéttbýli og dreifbýli, ef veður leyfir. 

Jafnframt er stefnt að snjóhreinsun 27. og 28. desember í þéttbýli og dreifbýli ef þörf verður á og veðuraðstæður leyfa. 

Um aðra daga um jólin verður þjónusta í samráði við Vegagerðina og með tilliti til veðurfars.