Fjöldi fólks í 100 daga áskorun

14 af þeim 43 sem luku  áskoruninni tóku síðasta kílómetrann saman á Vilhjálmsvelli.
14 af þeim 43 sem luku áskoruninni tóku síðasta kílómetrann saman á Vilhjálmsvelli.

Það var Egilsstaðabúinn og Stöðfirðingurinn Svanhvít Dögg Antonsdóttir Michelsen, miklu betur þekkt sem Dandý, sem stóð fyrir því ásamt Jakobi bróður sínum í haust að hvetja fólk til að ganga eða labba ákveðna vegalengd á hverjum degi í 100 daga.

Áskorunin sneri ekkert að hraða eða keppni, einungis að setja sér markmið um það að fara 3, 4 eða 5 kílómetra á hverjum degi á tveimur jafnfljótum.

Það voru 88 sem skráðu sig til leiks fyrir 1. september en það var tæplega helmingur, eða 43,  sem kláruðu alla dagana 100 og gengu því eða hlupu a.m.k. 300, 400 eða 500 kílómetra hver.

Dandý bað fyrirtæki um að styrkja framtakið og gefa vinninga sem þeir sem náðu að klára áskorunina áttu möguleika á því að vinna.

Nokkrar svellkaldar en gríðarlega öflugar útivistartýpur hittust svo á Vilhjálmsvelli og kláruðu síðasta kílómetrann saman. Þar voru síðan dregin út verðlaun og fólk hrósaði sér og hvert öðru fyrir dugnaðinn.

Virkilega skemmtilegt einstaklingsframtak og líklegt að Dandý endurtaki leikinn fyrr en síðar.