Almennur borgarafundur á mánudagskvöld

Egilsstaðir og Fellabær, séð af Rauðshaug
Egilsstaðir og Fellabær, séð af Rauðshaug

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs boðar til opins borgarafundar í fyrirlestrasal Egilsstaðaskóla 2. hæð mánudaginn 26. mars frá klukkan 20 til 22. 

Þar verður kynntur ársreikningur Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2017 og farið yfir áherslur sveitarfélagsins á líðandi ári og fyrir næstu ár.

Einnig koma fulltrúar Vegagerðarinnar á fundinn og fara yfir helstu verkefni stofnunarinnar innan sveitarfélagsins.

Íbúar Fljótsdalshéraðs eru hvattir til að mæta á fundinn og fylgjast með málefnum þess.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

Ársreikningur Fljótsdalshéraðs var samþykktur á bæjarstjórnarfundi 21. mars. Skoða má hann ásamt endurskoðunarskýrslu og nánar um samstæðu og deildir á vef Fljótsdalshéraðs.