Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs boðar til opins borgarafundar í fyrirlestrasal Egilsstaðaskóla 2. hæð mánudaginn 26. mars frá klukkan 20 til 22.
Þar verður kynntur ársreikningur Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2017 og farið yfir áherslur sveitarfélagsins á líðandi ári og fyrir næstu ár.
Einnig koma fulltrúar Vegagerðarinnar á fundinn og fara yfir helstu verkefni stofnunarinnar innan sveitarfélagsins.
Íbúar Fljótsdalshéraðs eru hvattir til að mæta á fundinn og fylgjast með málefnum þess.
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs
Ársreikningur Fljótsdalshéraðs var samþykktur á bæjarstjórnarfundi 21. mars. Skoða má hann ásamt endurskoðunarskýrslu og nánar um samstæðu og deildir á vef Fljótsdalshéraðs.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.