Sveitarfélagið Fljótsdalshérað hefur gefið út umferðaröryggisáætlun fyrir árin 2017-2021.
Undanfarin ár hefur Samgöngustofa hvatt sveitarfélög til að gera áætlanir um umferðaröryggi. Fljótsdalshérað gerði samning við Samgöngustofu um að skuldbinda sig til að gera umferðaröryggisáætlun. Umhverfis- og framkvæmdanefnd Fljótsdalshéraðs samþykkti að fela skipulags- og byggingafulltrúa að gera umferðaröryggisáætlun og óskaði hann eftir aðstoð VSÓ Ráðgjafar við verkið. Vinna við gerð áætlunarinnar fór fram á tímabilinu nóvember 2016 – júlí 2017. Þetta er í fyrsta skipti sem heildstæð umferðaröryggisáætlun er gerð fyrir sveitarfélagið. Áætlunina má sjá hér.
Markmið með gerð umferðaröryggisáætlunar er að auka vitund forráðamanna sveitarfélaga og almennings um umferðaröryggismál. Lagt er mat á núverandi stöðu umferðaröryggismála í sveitarfélaginu og lagðar fram tillögur til úrbóta. Verkefni eru mótuð úr þeim tillögum og þeim forgangsraðað. Lögð er áhersla á að rödd allra fái að heyrast og að hagsmunir allra vegfarendahópa séu teknir með.
Mikilvægur þáttur í þessari vinnu er myndun samráðshóps með helstu hagsmunaðilum. Í samráðshópnum voru fulltrúar frá grunnskólunum, leikskólunum, félagsmiðstöð, Vegagerðinni, Samgöngustofu, Lögreglunni á Egilsstöðum, ökukennari, fulltrúi hjólreiðafólks ásamt fulltrúum umhverfismála, skipulagsmála og þjónustumiðstöðar innan sveitarfélagsins og VSÓ Ráðgjöf sem starfaði með hópnum. Umræður á fundi samráðshóps lögðu grunn að gerð áætlunarinnar þar sem staðkunnugir þekkja best hættur í umhverfinu og tóku fulltrúar í samráðshópnum þátt í að móta stefnu og markmið áætlunarinnar. Einnig var auglýst eftir ábendingum frá íbúum á heimasíðu og í fréttabréfi Fljótsdalshéraðs. Áætlunin var að lokum kynnt fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd sveitarfélagsins og samþykkt til útgáfu.
Áætlað er að umferðaröryggisáætlunin verði endurnýjuð á fjögurra ára fresti. Fram að þeim tíma verði ábendingum sem berast sveitarfélaginu varðandi umferðaröryggi safnað saman og þær skoðaðar. Jafnframt verði unnið að þeim úrbótum sem lagðar eru fram í þessari umferðaröryggisáætlun. Tveimur árum eftir útgáfu umferðaröryggisáætlunarinnar er gert ráð fyrir að samráðshópur fundi þar sem farið er yfir verkefnastöðu og nýjar ábendingar.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.