Heilsueflandi fréttir

Fjölskylduslökun á sunnudögum

Á sunnudögum í janúar og febrúar verður boðið upp á fjölskylduslökun í Sláturhúsinu. Verður þessi samvera með jógaívafi og miðar að því að auka tengsl, ná slökun og efla samveru foreldra/forráðafólks og barna.
Lesa

Útivistarnámskeið fyrir börn og unglinga

Ungmennafélagið Þristur heldur 10 vikna útivistarnámskeið fyrir börn og unglinga frá 5 til 15 ára. Námskeiðin hefjast 15. janúar, en námskeiðunum verður skipt í þrjá aldursflokka. Markmið námskeiðsins er að kynna börn og unglinga fyrir þeim mörgu og skemmtilegu möguleikum sem felast í útivist og töfrum náttúrunnar
Lesa

Skíðasvæðið í Stafdal opið

Skíðasvæðið í Stafdal hefur verið opnað. Það er kominn töluverður snjór í brekkurnar og gott efni í góðan skíðavetur, segir Agnar. Það er opið í dag 30. desember en lokað 31. desember og 1. janúar. Skíðasvæðið verður svo aftur opið 2. janúar milli kl. 17 og 20. Vetrarkort eru seld á tilboði til áramóta.
Lesa

Símalaus sunnudagur

Á sunnudaginn, þann 26. nóvember, stendur Barnaheill fyrir áskorun um símalausan sunnudag. Þennan dag er skorað á alla að skilja símann við sig og er áskoruninni ætlað að vekja athygli á áhrifum símanotkunar á samskipti fjölskyldunnar. Verður símum stungið ofan í skúffur klukkan níu á sunnudagsmorgni og hann ekki tekinn upp aftur fyrr en í fyrsta lagi klukkan níu um kvöldið.
Lesa

Heilsueflandi Austurland

Í mars 2017 skrifuðu þrjú sveitarfélög á Austurlandi; Fljótsdalshérað, Fjarðabyggð og Seyðisfjarðarkaupstaður, undir samstarfssamning við Embætti landlæknis um að gerast Heilsueflandi samfélög. Heilsueflandi samfélag er samfélag sem leggur áherslu á að heilsa og líðan allra íbúa sé höfð í fyrirrúmi í allri stefnumótun og ákvarðanatöku.
Lesa

Símalausir dagar í Fellaskóla

Dagarnir 31. október til 3. nóvember 2017 eru símalausir dagar í Fellaskóla. Hugmyndin er að kanna kosti og galla símanotkunar í skólastarfinu, svo ákvörðun um fyrirkomulag símamála verði eins markviss og hægt er þegar þar að kemur.
Lesa

Egilsstaðaskóli og umhverfissvið Fljótsdalshéraðs í samstarfi

Sú hefð hefur skapast í Egilsstaðaskóla að nemendur 7.bekkjar gera grindverk sem nýtt eru til að skreyta leiðina úr skólanum yfir í íþróttahúsið. Í ár þurfit að endurvinna fyrsta grindverkið og er þema ársins flóra Íslands.
Lesa

Samstarf á milli líkamsræktarstöðva á Fljótsdalshéraði

CrossFit Austur og Fljótsdalshérað hafa nú gert með sér samning um samstarf á milli líkamsræktarstöðvanna CrossFit Austur og Héraðsþreks. Markmið með samningnum, og samstarfinu í heild, er að gefa almenningi á Fljótsdalshéraði kost á að kynna sér starfsemi beggja stöðva og auka samstarf á milli slíkrar starfsemi á Fljótsdalshéraði.
Lesa

Lýðheilsuganga í Dansgjá

Í dag miðvikudaginn 27. september verður farið í síðustu Lýðheilsugöngu Ferðafélagsins að sinni. Það hefur verið frábær mæting í allar göngurnar og vonast er til að það verði ekki verra að þessu sinni.
Lesa

Þriðja lýðheilsugangan verður á Hrafnafell og í Kvíahelli

Vel hefur verið mætt í lýðheilsugöngurnar tvær sem gengnar hafa verið í sveitarfélaginu í september. Fyrri gangan var gengin í Taglarétt og sú seinni var söguganga um Egilsstaðabæ. Í dag verður svo þriðja og næstsíðasta lýðheilsugangan. Gengið verður á Hrafnafell og farið í Kvíahelli.
Lesa