Fjölskylduslökun á sunnudögum

Fjölskylduslökun, jóga, tengsl og samvera í Sláturhúsinu á sunnudögum í janúar og febrúar.
Fjölskylduslökun, jóga, tengsl og samvera í Sláturhúsinu á sunnudögum í janúar og febrúar.

Heilsueflandi Samfélag  Á sunnudögum í janúar og febrúar verður boðið upp á fjölskylduslökun í Sláturhúsinu. Verður þessi samvera með jógaívafi og miðar að því að auka tengsl, ná slökun og efla samveru foreldra/forráðafólks og barna. Samveran hefst klukkan 14 stundvíslega.

Við vitum að í samfélaginu öllu er mikill hraði, bæði hjá börnum og fullorðnum, og oft mikið að gera og gerast. Þá eru námskeið í núvitund og því að njóta hverrar stundar þétt setin þessi misserin, enda allir að reyna að ná einhverju jafnvægi. Þessar stundir á sunnudögum eru ætlaðar til að þau sem áhuga hafa geti komið, slakað á, verið saman, notið tengsla við börnin sín og stundað létt fjölskyldujóga, öllum til yndisauka.

Fjölskylduslökunin verður gjaldfrjáls fyrir foreldra og forráðafólk á Héraði, en miðað er við að börnin séu á aldrinum 0-18 ára og að hverjum fullorðnum fylgi ekki fleiri en tvö börn. Þá er nauðsynlegt að taka tillit til annarra, bæði þeirra sem komin eru til að slaka á og barnanna sem eru misjafnlega tilbúin að takast á við aðstæður.

Það verður Fjóla Kristín Hólm Jóhannesdóttir sem hefur umsjón með viðburðinum, en Fjóla hefur alltaf haft áhuga á heilbrigði líkama og andlegum efnum og hefur m.a. kennt jóga hjá StarfA, bæði á Egilsstöðum og á Akureyri, og verið með ýmis jóganámskeið norðan heiða. Fjóla er lærður jógakennari frá Jóga - & blómadropaskóla Kristbjargar og Vinyasa Yoga School í Indlandi.

Hér er hægt að sjá viðburðinn á Facebook   og þá er hægt að hafa samband við Fjólu á Facebooksíðu hennar  og í tölvupósti