Símalaus sunnudagur

Myndin ef tekin af vef átaksins. Ljósmyndari/Guðmundur Kr. Jóhannesson
Myndin ef tekin af vef átaksins. Ljósmyndari/Guðmundur Kr. Jóhannesson

  Á sunnudaginn,  þann 26. nóvember, stendur Barnaheill fyrir áskorun um símalausan sunnudag. 

Þennan dag er skorað á alla að skilja símann við sig og er áskoruninni ætlað að vekja athygli á áhrifum símanotkunar á samskipti fjölskyldunnar. Verður símum stungið ofan í skúffur klukkan níu á sunnudagsmorgni og hann ekki tekinn upp aftur fyrr en í fyrsta lagi klukkan níu um kvöldið.

Er hægt að skrá þátttöku sína í símalausum sunnudegi á slóðinni http://simalaus.barnaheill.is og fær fólk þá send ráð um hvernig hægt er að takast á við símalausan dag. Skráning þátttöku gefur einnig möguleika á vinningum sem dregnir verða út að deginum loknum.

Er skorað á alla að segja skilið við símann á sunnudaginn, njóta dagsins með fjölskyldunni og taka engar símamyndir af því.