07.09.2017
kl. 15:39
Heilsueflandi samfélag
Jóhanna Hafliðadóttir
Fjölmennt var í fjölskyldugöngu í gær, miðvikudaginn 6. september, sem gengin var á vegum Ferðafélags Fljótsdalshéraðs. Var gengið í Taglarétt og mættu í kringum 30 manns í gönguna, sem hlýtur að vera heimsmet miðað við höfðatölu.
Lesa
05.09.2017
kl. 14:50
Heilsueflandi samfélag
Jóhanna Hafliðadóttir
Plastlaus september er átak sem hófst 1. september síðastliðinn og miðar að því að vekja landsmenn til umhugsunar um plastnotkun, þann plastúrgang sem fellur til á heimilum og vinnustöðum og þá ofgnótt plasts sem er í umhverfinu.
Lesa
05.09.2017
kl. 13:31
Heilsueflandi samfélag
Jóhanna Hafliðadóttir
Ferðafélag Íslands stendur fyrir lýðheilsugöngum í september, í samstarfi við sveitarfélög og ferðafélög um land allt. Eru göngurnar liður í afmælisdagskrá FÍ, sem fagnar 90 ára afmæli á árinu. Á Fljótsdalshéraði er það Ferðafélag Fljótsdalshéraðs sem skipuleggur göngurnar.
Lesa
04.09.2017
kl. 10:57
Heilsueflandi samfélag
Jóhanna Hafliðadóttir
Alþjóðlega vinnusmiðjan Hnútar, á vegum Dansskóla Austurlands, verður haldinn dagana 14. til 23. september. Alona Perepelystia stendur fyrir smiðjunni sem fer fram í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Vinnusmiðjan stendur yfir í 8 daga, á kvöldin á virkum dögum og allan daginn um helgar, og lýkur með uppsetningu og sýningu dagana 22. - 23. september.
Lesa
29.08.2017
kl. 14:26
Heilsueflandi samfélag
Jóhanna Hafliðadóttir
Vetraráætlun almenningssamgangna á Fljótsdalshéraði hefur tekið gildi. Það er eins og áður fyrirtækið Sæti ehf. sem sér um ferðirnar. Áætlunina má nálgast á heimasíðu sveitarfélagsins www.fljotsdalsherad.is og á stoppistöðvum.
Lesa
23.08.2017
kl. 16:57
Heilsueflandi samfélag
Jóhanna Hafliðadóttir
Eins og margir vita er allt lífrænt heimilissorp sem safnað er á Fljótsdalshéraði nú flutt til Moltu ehf. í Eyjafirði. Þar er unnin molta sem m.a. hefur staðið íbúum á Fljótsdalshéraði til boða af og til í sumar og verður í boði nú í haust. Upp á síðkastið hefur nokkuð borið á því að aðskotahlutir s.s. hnífapör og aðrir smáir málmhlutir, sem skemmt geta vélar Moltu, séu í sorpinu.
Lesa
17.08.2017
kl. 15:25
Heilsueflandi samfélag
Jóhanna Hafliðadóttir
Á fyrsta fundi bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs eftir sumarfrí, þann 16. ágúst, var samþykkt að sjá nemendum í grunnskólum fyrir nauðsynlegum námsgögnum. Ekki er ætlast til að nemendur fari heim með ritföng (blýant og strokleður) og því þurfa þeir að hafa slíkt til taks heima til heimanáms. Nemendur þurfa því aðeins að koma með skólatösku og íþrótta- og sundföt í skólann.
Lesa
08.08.2017
kl. 13:27
Heilsueflandi samfélag
Jóhanna Hafliðadóttir
Eins og íbúar sveitarfélagsins hafa eflaust orðið varir við fór Unglingalandsmóti UMFÍ fram á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina í frábæru veðri. Var mótinu slitið með pompi og prakt og glæsilegri flugeldasýningu á sunnudagskvöld. Í tilkynningu frá UMFÍ kemur fram að mótið hafi tekist vel í alla staði. Keppendur og mótsgestir voru til fyrirmyndar, frábær stemning var hjá fjölskyldum á tjaldstæðum og voru götur bæjarins skínandi hreinar alla mótshelgina
Lesa
04.07.2017
kl. 16:01
Heilsueflandi samfélag
Jóhanna Hafliðadóttir
Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Landmótið er vímulaus fjölskylduhátíð sem haldin er í samstarfi við Ungmennafélag Íslands og Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands. Leitað er eftir sjálfboðaliðum til að aðstoða við mótið.
Lesa
27.06.2017
kl. 15:40
Heilsueflandi samfélag
Jóhanna Hafliðadóttir
Sumarnámskeið fyrir hressa krakka var haldið dagana 6-24. júní á vegum félagsmiðstöðvarinnar Nýungar. Námskeiðið gekk ljómandi vel, þrátt fyrir að veðurguðirnir hefðu mátt verið hópnum örlítið hliðhollari. Yfir þrjátíu krakkar tóku þátt í þessu námskeiðinu.
Lesa