Fjölmennt var í fjölskyldugöngu í gær, miðvikudaginn 6. september, sem gengin var á vegum Ferðafélags Fljótsdalshéraðs. Var gengið í Taglarétt og mættu í kringum 30 manns í gönguna, sem hlýtur að vera heimsmet miðað við höfðatölu.
Gangan var partur af afmælisdagskrá Ferðafélags Íslands og heyrir undir verkefnið Lýðheilsugöngur FÍ. Á dagskrá eru fjórar göngur í september, en gengið er kl.18:00 alla miðvikudaga í mánuðinum, og er mæting í göngurnar við skrifstofu Ferðafélags Fljótsdalshéraðs, Tjarnarási 8.
Næsta ganga verður söguganga um Egilsstaði, en þá er ætlunin að kynnast nærumhverfinu, fræðast og ganga um bæinn okkar.
Mælst er til þess að áhugasamir skrái sig á heimasíðu FÍ, bæði til að sýna hversu duglegir Héraðsbúar eru að ganga en eins til að komast í verðlaunapott sem dregið verður úr í lok verkefnisins.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.