02.09.2018
kl. 00:00
Heilsueflandi samfélag
Jóhanna Hafliðadóttir
Snemma sumars samþykkti bæjarstjórn nýja æskulýðsstefnu sveitarfélagsins sem hafði verið í vinnslu í eitt ár. Æskulýðsstefnan leggur áherslu á að börn og ungmenni búi við góða líkamlega og andlega heilsu og hagsmunir þeirra séu hvarvetna í fyrirrúmi.
Lesa
31.08.2018
kl. 09:00
Heilsueflandi samfélag
Jóhanna Hafliðadóttir
Minnt er á að útivistartími barna og unglinga breytist 1. september. Í barnaverndarlögum segir að börn, 12 ára og yngri, megi ekki vera á almannafæri eftir klukkan 20:00 nema í fylgd með fullorðnum. Einnig að börn á aldrinum 13 til 16 ára, skuli ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22:00, séu þau ekki á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu.
Lesa
15.08.2018
kl. 07:58
Heilsueflandi samfélag
Jóhanna Hafliðadóttir
Vikuna 12. – 17. ágúst verður íbúum á Austurlandi boðið upp á heilsufarsmælingar á vegum SÍBS Líf og heilsu. Á Fljótsdalshéraði verða heilsufarsmælingar á Heilsugæslustöðinni á Egilsstöðum frá klukkan 9:00 til 15:00 fimmtudaginn 16. ágúst. Ekki þarf að panta tíma, eingöngu mæta í Heilsugæslustöðina og taka númer.
Lesa
03.06.2018
kl. 12:00
Heilsueflandi samfélag
Jóhanna Hafliðadóttir
Sumaráætlun almenningssamgangna á Fljótsdalshéraði tekur gildi mánudaginn 4. júní. Það er eins og áður fyrirtækið Sæti ehf. sem sér um ferðirnar.
Lesa
01.06.2018
kl. 16:00
Heilsueflandi samfélag
Jóhanna Hafliðadóttir
Nóg að gera um helgina á Hreyfiviku: Rathlaup í Selskógi, frísbígolfstuð í Tjarnargarðinum, WOD og FIT í CrossFit Austur, Partíspinning og sundleikfimi í Íþróttahúsinu og Ferðafélagið fer í Húsey á laugardag og Skálanes á sunnudag.
Lesa
29.05.2018
kl. 09:56
Heilsueflandi samfélag
Jóhanna Hafliðadóttir
Vel var mætt í fjölskyldugöngu upp að Fardagafossi mánudagskvöldið 28. maí, en það var Ungmennafélagið Þristur sem stóð fyrir þeim viðburði.
Lesa
28.05.2018
kl. 09:14
Heilsueflandi samfélag
Jóhanna Hafliðadóttir
Mánudagurinn 28. maí er fyrsti formlegi dagur Hreyfiviku 2018, þó svo að vikunni hafi verið þjófstartað með Gönguguðsþjónustu í gærmorgun.
Lesa
26.05.2018
kl. 16:00
Heilsueflandi samfélag
Haddur Áslaugsson
Í næstu viku, 28. maí – 3. júní, verður haldin árleg Hreyfivika UMFÍ. Venju samkvæmt er Hreyfivika, sem hefur það markmið að vekja athygli á gildi íþrótta- og hreyfingar sem hluti af heilbrigðum lífsstíl, haldin um allt land og á Fljótsdalshéraði verður vegleg dagskrá, líkt og hefur verið síðustu ár.
Lesa
18.05.2018
kl. 14:02
Heilsueflandi samfélag
Jóhanna Hafliðadóttir
Helgina 19.-20. maí býður Ungmennafélagið Þristur Héraðsbúa, nærsveitunga og alla áhugasama velkomna á frisbígolfnámskeið í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum. Á námskeiðunum verða kennd undirstöðuatriði, og öll helstu trixin, í frisbígolfi.
Lesa
14.05.2018
kl. 16:24
Heilsueflandi samfélag
Jóhanna Hafliðadóttir
Nú þegar sumarið nálgast óðfluga er ekki úr vegi að benda á allt það frábæra tómstundastarf sem fer fram á Fljótsdalshéraði. Upplýsingar um tómstundastarf og ýmis konar námskeið sem haldin verða í sumar fyrir börn og ungmenni eru nú aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins en í ár ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
Lesa