Hreyfivika á Fljótsdalshéraði

Hreyfivika á Fljótsdalshéraði
Hreyfivika á Fljótsdalshéraði

Í næstu viku, 28. maí – 3. júní, verður haldin árleg Hreyfivika UMFÍ. Venju samkvæmt er Hreyfivika, sem hefur það markmið að vekja athygli á gildi íþrótta- og hreyfingar sem hluti af heilbrigðum lífsstíl, haldin um allt land og á Fljótsdalshéraði verður vegleg dagskrá, líkt og hefur verið síðustu ár.

Þetta árið er það Ungmennafélagið Þristur sem kemur sérlega sterkt inn í Hreyfiviku með spennandi og skemmtilega viðburði alla vikuna. Má þar t.d. nefna rathlaup í Selskógi, frisbígolf, kynningu og létta borðtennisæfingu fyrir áhugasamt, hjólatúr fyrir fjölskylduna sem endar við verslunina Vask þar sem Vaskur og Ölgerðin bjóða upp á pylsur og drykki og stelpuhjól sem endar í River þar sem boðið verður upp á veitingar og alls kyns tilboð í verslun.
Aðrir viðburðir eru m.a. frír aðgangur í WOD og FIT tíma í CrossFit Austur, Partýspinnig og Zumba í Íþróttamiðstöð, ferðir með Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs, sundnámskeið, sumarnámskeið, sundleikfimi og fleira og fleira.
Síðustu ár hefur Hreyfivika gengið mjög vel á Héraði og er því full ástæða til þess að ætla að vel verði mætt á alla viðburði. Þá er hvatt til þess að hvíla bílinn á meðan á Hreyfiviku stendur og nýta frekar heilsusamlegri samgöngur.

Dagskrá Hreyfiviku má finna hér.