Heilsueflandi fréttir

Hreinn sæmdur heiðurskrossi Frjálsíþróttasambands Íslands

Á miðvikudaginn, þann 21. júní 2017, var opnuð í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum sýningin Strandamaðurinn sterki, um afreksmanninn og kúluvarparann Hrein Halldórsson. Við það tilefni var Hreinn sæmdur heiðurskrossi Frjálsíþróttasambands Íslands, en aðeins fimm einstaklingar fá að bera þá orðu á hverjum tíma.
Lesa

Samið um uppbyggingu íþróttamiðstöðvarinnar

Samningur á milli Fljótsdalshéraðs og Íþróttafélagsins Hattar um uppbyggingu Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum var undirritaður 17. júní í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum. Á sama stað fóru fram hátíðarhöld vegna Þjóðhátíðardagsins og strax að undirritun lokinni var boðið upp á fimleikasýningu fimleikadeildar Hattar.
Lesa

Aðgengi fatlaðra að sundlauginni bætt

Miðvikudaginn 14. júní var tekin í notkun lyfta sem mun stórbæta aðgengi fatlaðra að sundlaug, vaðlaug og heitum potti við Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum. Lyftan er gjöf frá Soroptimistaklúbbi Austurlands.
Lesa

Fjölbreytt dagskrá á þjóðhátíðardaginn

Þjóðhátíðardagur Íslendinga verður haldinn hátíðlegur 17. júní í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum með fjölbreyttri dagskrá frá morgni og fram eftir degi. Þá verða 3 sýningar opnaðar í Sláturhúsinu en minnt er á að Íþróttamiðstöðin er lokuð allan daginn.
Lesa

Skógardagurinn mikli og samkeppni um trjálistaverk

Skógardagurinn mikli verður haldinn í 12. sinn í Hallormsstaðaskógi, laugardaginn 24. júní í sumar. Í ár stendur Félag skógarbænda á Austurlandi í samstarfi við Fljótsdalshérað fyrir samkeppni um listaverk úr trjáviði og hefur verið auglýst eftir þátttakendum í hana.
Lesa

Skáknámskeið fyrir unglinga á fimmtudag

Ungmennafélagið Þristur stendur fyrir skáknámskeiði fyrir unglinga 11 til 18 ára fimmtudagskvöldið 15. júní klukkan 20:00 í Nýung.
Lesa

Aðgengi fyrir fatlaða bætt

Á miðvikudaginn kemur, þann 14. júní klukkan 15:00, verður formlega tekin í notkun lyfta sem mun stórbæta aðgengi fatlaðra að sundlaug, vaðlaug og heitum potti við Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum
Lesa

Forvarnadagur á Héraði 2017

Nemendur í 8.-10. bekkjum allra grunnskóla á Héraði tóku þátt í vel heppnuðum forvarnadegi sem haldinn var á Fljótsdalshéraði á föstudaginn var.
Lesa

Hreyfivika UMFÍ hefst á mánudaginn

Hreyfivika UMFÍ hefst á mánudag, 29. maí, og stendur til 4. júní. Það eru Fljótsdalshérað, Íþróttafélagið Höttur og UÍA sem standa saman að Hreyfiviku líkt og undanfarin ár.
Lesa

Kjaftað um kynlíf - fyrirlestur fyrir fullorðna um hvernig megi ræða um kynlíf við unglinga

Foreldrafélög Brúarásskóla, Egilsstaðaskóla og Fellaskóla bjóða foreldrum upp á fyrirlestur um hvernig megi ræða um kynlíf við unglinga. Fyrirlesturinn verður haldinn í Egilsstaðaskóla, föstudaginn 26. maí 2017, kl.17:30.
Lesa