Skógardagurinn mikli og samkeppni um trjálistaverk

Skógardagurinn mikli verður í ár haldinn þann 24. júní
Skógardagurinn mikli verður í ár haldinn þann 24. júní

Skógardagurinn mikli verður haldinn í 12. sinn í Hallormsstaðaskógi, laugardaginn 24. júní í sumar. Í ár stendur Félag skógarbænda á Austurlandi í samstarfi við Fljótsdalshérað fyrir samkeppni um listaverk úr trjáviði og hefur verið auglýst eftir þátttakendum í hana.

Fyrirhugað er að verkin verði fyrst til sýnis á Skógardeginum mikla þar sem veittar verða viðurkenningar fyrir þau þrjú verk sem gestir hátíðarinnar velja áhugaverðust. Fyrstu verðlaun eru 150.000 krónur en 50.000 krónur fyrir önnur og þriðju verðlaun. Ætlunin er að trjálistaverkin verði til sýnis á opnu svæði á Egilsstöðum út sumarið 2017 og því er æskilegt að þau geti staðið úti.

Skilafrestur á listaverkunum er til 21. júní og skulu þau send til:

Fljótsdalshérað, Lyngási 12, 700 Egilsstaðir, merkt Listaverk úr trjáviði.

Nánari upplýsingar um samkeppnina veitir Óðinn Gunnar í síma 860 2905.