Skáknámskeið fyrir unglinga á fimmtudag

Ungmennafélagið Þristur stendur fyrir skáknámskeiði fyrir unglinga 11 til 18 ára fimmtudagskvöldið 15. júní klukkan 20:00 í Nýung.

Námskeiðið er öllum opið án endurgjalds og hugsað til að undirbúa og hvetja unglinga til þátttöku í skák á Unglingalandsmóti UMFÍ sem fram fer á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina.
Sverrir Gestsson skákkóngur með meiru sér um kennsluna.

Skráningar fara fram á netfanginu hildurbergs@gmail.com fram til hádegis fimmtudaginn 15. júní.

Hér er hægt að skoða viðburðinn á Facebook.