Hreyfivika UMFÍ hefst á mánudaginn

Hreyfivika 2017 á Fljótsdalshéraði - mynd úr sýningarskáp bókasafnsins.
Hreyfivika 2017 á Fljótsdalshéraði - mynd úr sýningarskáp bókasafnsins.

Hreyfivika UMFÍ hefst komandi mánudag, 29. maí, og stendur til 4. júní. Það eru Fljótsdalshérað, Íþróttafélagið Höttur og UÍA sem standa saman að Hreyfiviku líkt og undanfarin ár. 

Að venju eru fjölmargir viðburðir í boði og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Þá verður í gangi skemmtilegur fjölskylduleikur í Hreyfiviku þar sem hægt er að vinna glæsilega vinninga.

Hér má sjá dagskrá Hreyfiviku 2017 á Fljótsdalshéraði.