Kjaftað um kynlíf - fyrirlestur fyrir fullorðna um hvernig megi ræða um kynlíf við unglinga

Foreldrafélög Brúarásskóla, Egilsstaðaskóla og Fellaskóla bjóða foreldrum upp á fyrirlestur um hvernig megi ræða um kynlíf við unglinga. Fyrirlesturinn verður haldinn í Egilsstaðaskóla, föstudaginn 26. maí 2017, kl.17:30.

Fyrirlesari er Sigga Dögg, kynfræðingur, sem nálgast málefnið á hispurslausan og hreinskilinn máta. Sigga Dögg hefur mikla reynslu af kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum, ásamt því að veit foreldrum fræðslu. 

Markmið fyrirlestrarins er að kynfræðsla verði sjálfsagður hluti af samræðum foreldra við börn sín og að fræðslan styrki þeirra samskipti. 

Hér má nálgast upplýsingar um fyrirlesturinn.