Heilsueflandi fréttir

Alþjóðlegi rathlaupadagurinn á Fljótsdalshéraði

Alþjóðlegi rathlaupadagurinn verður haldinn um allan heim miðvikudaginn 24. maí 2017, en markmið dagsins er að hvetja til hreyfingar úti í náttúrunni á skemmtilegan hátt og kynna rathlaupaíþróttina.
Lesa

SAFT - fræðsluerindi fyrir foreldra

Fulltrúar frá SAFT, vakningarátaki um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og unglinga, bjóða foreldrum barna á miðstigi grunnskóla upp á fræðsluerindi í Egilsstaðaskóla klukkan 17:30, miðvikudaginn 24. maí.
Lesa

Hreyfivika UMFÍ á Fljótsdalshéraði

Nú styttist óðum í Hreyfiviku UMFÍ, Move Week, en hún verður haldin um allt land dagana 29. maí – 4. júní 2017. Á Fljótsdalshéraði tökum við að sjálfsögðu þátt eins og síðustu ár.
Lesa

Hreyfivika Menntaskólans á Egilsstöðum

Menntaskólinn á Egilsstöðum þjófstartar Hreyfiviku 2017, sem haldin verður um land allt 29. maí – 4. júní, með sinni eigin.
Lesa

Hjólað í vinnuna hafið

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir heilsu- og hvatningarverkefninu Hjólað í vinnuna um allt land í þrjár vikur í maí ár hvert. Verkefnið hefur staðið yfir frá árinu 2003 og á síðasta ári voru tæplega 400 vinnustaðir skráðir til leiks. Skráningar hafa staðið yfir í 2 vikur en hægt er að skrá sig og sitt lið til leiks fram að lokadegi, 23. maí.
Lesa

Danskennsla í Tjarnarskógi

Þessa síðustu viku aprílmánaðar hefur Alona Perepelytsia danskennari verið að kenna börnum í leikskólanum Tjarnarskógi fæddum 2011 og 2012 dans.
Lesa

Eyþór heiðraður fyrir umhverfisvernd

Náttúruverndarsamtök Austurlands veittu hlauparanum Eyþóri Hannessyni viðurkenningu í gær á degi umhverfisins. Eyþór sem býr á Egilsstöðum og skokkar og gengur um nágrennið og tínir rusl í leiðinni. Hann birtir gjarnan afrakstur erfiðisins á Facebooksíðu sinni – og ruslaheimturnar eru ótrúlegar.
Lesa

Skíðasvæðið í Stafdal um páskana

Skíðasvæðið í Stafdal verður opið alla dagana um páskana. Allir eru velkomnir á svæðið hvort sem er á skíði, bretti, þotur, sleða eða bara til að njóta útivistar og kíkja í kaffi í skíðaskálanum. Búið er að troða göngubraut og efri lyftan er opin.
Lesa

Brúarásskóli áfram í Skólahreysti

Brúarásskóli vann Austurlandsriðil í Skólahreysti í ár en fyrir hönd skólans kepptu Arna Skaftadóttir, Hólmar Logi Ragnarsson, Sigríður Tara Jóhannsdóttir og Styrmir Freyr Benediktsson, varamenn voru Arney Ólöf Arnardóttir og Mikael Helgi Ernuson.
Lesa

Samstarfssamningur um Heilsueflandi samfélag

Í morgun, 8. mars, var samstarfssamningur á milli Fljótsdalshéraðs og Embættis landlæknis um þróunarverkefnið Heilsueflandi samfélag undirritaður á skrifstofu sveitarfélagsins.
Lesa