Ferðafélag Íslands stendur fyrir lýðheilsugöngum í september, í samstarfi við sveitarfélög og ferðafélög um land allt. Eru göngurnar liður í afmælisdagskrá FÍ, sem fagnar 90 ára afmæli á árinu.
Á Fljótsdalshéraði er það Ferðafélag Fljótsdalshéraðs sem skipuleggur göngurnar. Verða göngurnar fjölskylduvænar, léttar og taka u.þ.b. 60-90 mínútur. Er megintilgangur þeirra að hvetja til útivistar og hreyfingar í góðum félagskap og efla þar með heilsu og lífsgæði þeirra sem þátt taka.
Göngurnar hefjast klukkan 18:00 alla miðvikudaga í september og er gengið frá skrifstofu Ferðafélags Fljótsdalshéraðs, Tjarnarási 8.
Hægt er að skrá sig í göngurnar hér á heimasíðu Ferðafélags Íslands og fara þannig í pott, en í lok september verður dregið um glæsilega vinninga.
Þá hægt að lesa nánar um göngurnar hér og einnig hvar er gengið.
Rétt er að hvetja alla til að reima á sig gönguskóna og drífa sig af stað, þetta gætu orðið fyrstu skrefin að glæstum gönguferli.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.