Vetrarstarf í tómstundum á Fljótsdalshéraði

Nú er allt vetrarstarf í öllum tómstundum á Fljótsdalshéraði að hefjast. 

Að venju er gríðarleg fjölbreytni í skipulögðu tómstundastarfi á Héraði og ættu öll börn og ungmenni að finna eitthvað við hæfi.

Mörg íþróttafélög og deildir bjóða nú um stundir upp á viku eða tvær þar sem öll börn geta komið og prufað að æfa gjaldfrjálst. Skiptir engu máli hvar áhugi einstaklinganna liggur, hvort sem það er í útivist, hópíþróttum, einstaklingsíþróttum eða öllu saman, það er hægt að finna íþrótt við hæfi.

Tónlistarskólar eru einnig að komast í fullan gang, en þeir eru þrír í sveitarfélaginu og bjóða allir upp á virkilega faglegt og flott starf.
Önnur félög munu bjóða upp á starf, svona eftir aðstæðum, í vetur og er um að gera að afla sér upplýsinga um það sem í boði er.

Við mælum með því að öll fylgist með tómstundavef Fljótsdalshéraðs [https://tomstundir.fljotsdalsherad.is/], en þar er reynt að bæta inn og uppfæra allar upplýsingar um það sem í boði er í sveitarfélaginu.