Samvinna eftir skilnað - SES/Félagsleg ráðgjöf

Málsnúmer 202001115

Félagsmálanefnd - 180. fundur - 27.01.2020

Gyða Hjartardóttir, MA félagsráðgjöf og verkefnastjóri innleiðingar SES hjá ráðuneytinu kemur fyrir nefndina undir lið þrjú og kynnir tilraunaverkefni um bætta skilnaðarráðgjöf í samstarfi við Félags- og barnamálaráðuneyti.
Félagsmálanefnd samþykkir að ganga til samstarfs og samninga við Félags- og barnamálaráðuneytið ásamt Dómsmálaráðuneytinu um forvarnarstarf í þágu barna og barnafjölskyldna í skilnaðarferli. Verklagið er í samhljóman við yfirlýsta stefnu og markmið Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs hvað varðar bætta stöðu barna, með snemmtækri íhlutun og forvarnarstarfi. Nefndin þekkir hversu erfið og flókin skilnaðarmál geta verið og hversu afleiðingar slæmra samskipta foreldra geta verið fyrir börn og foreldra þeirra. Þörf er á að koma fyrr að málefnum foreldra í skilnaðarferli og leitast við að fyrirbyggja vanda sem getur, fái hann að þróast, orðið krónískur og bitnað á þroska og velferð barnanna sem í hlut eiga. Kostnaður við tilraunaverkefnið rúmast innan ramma fjárhagsáætlunar.