Félagsmálanefnd

179. fundur 09. desember 2019 kl. 12:30 - 15:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson varaformaður
  • Arna Magnúsdóttir aðalmaður
  • Halldóra Sigríður Árnadóttir aðalmaður
  • Skúli Björnsson aðalmaður
  • Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri

1.Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2020

Málsnúmer 201910144

Móttekin er beiðni Samtaka um Kvennaathvarf um styrk til starfseminnar fyrir árið 2020. Félagsmálanefnd samþykkir framkomna beiðni og styrkir samtökin um 100.000,- kr. sem tekið er af lið 9160. Samþykkt samhljóða.

2.Styrkbeiðni Stímamóta fyrir árið 2020

Málsnúmer 201910145

Borist hefur beiðni Stígamóta um styrk fyrir rekstur ársins 2020. Samþykkt er að veita samtökunum 100.000,- kr. sem tekið er af lið 9160. Samþykkt samhljóða.

3.Nýting á athvarfi ef einstaklingur er með lögheimili í umdæmi Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs.

Málsnúmer 201911047

Lagt fram til kynningar.

4.Gjaldskrá stuðningsforeldra 2019

Málsnúmer 201912018

Félagsmálanefnd samþykkir framkomnar breytingar á gjaldskrá stuðningsforeldra. Samþykkt samhljóða.
Guðrún Helga Elvarsdóttir sat fundinn undir lið 5.

5.Reglur um fjárhagsaðstoð hjá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs 2020

Málsnúmer 201912037

Félagsmálanefnd samþykkir breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð hjá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs með breytingum sem gerðar hafa verið á uppsetningu skjalsins. Félagsmálastjóra er falið að útbúa endanlegt skjal í samstarfi við skjalastjóra sveitarfélagsins. Samþykkt samhljóða.

6.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um ávana- og fíkniefni (neyslurými), 328. mál.

Málsnúmer 201911025

Lagt fram til kynningar.
Guðrún Helga Elvarsdóttir sat fundinn undir lið 7.

7.Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning hjá Fljótsdalshéraði 2020

Málsnúmer 201912040

Félagsmálanefnd samþykkir breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning hjá Fljótsdalshéraði með breytingum sem gerðar hafa verið á uppsetningu skjalsins. Félagsmálastjóra er falið að útbúa endanlegt skjal í samstarfi við skjalastjóra sveitarfélagsins. Samþykkt samhljóða.

8.Skýrsla Félagsmálastjóra

Málsnúmer 201712031

Félagsmálastjóri reifar málefni sviðsins síðan á síðasta fundi nefndarinnar.

Fundi slitið - kl. 15:00.