Félagsmálanefnd

183. fundur 18. maí 2020 kl. 12:30 - 14:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson varaformaður
  • Arna Magnúsdóttir aðalmaður
  • Halldóra Sigríður Árnadóttir aðalmaður
  • Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
  • Sigrún Blöndal varamaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði: Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
Fundur nefndarinnar er haldinn í fjarfundi vegna sóttvarna til varnar COVID-19 smitum. Staðfesting á fundargerð og bókun trúnaðarmála er staðfest með tölvupósti nefndarmeðlima.
Jón Jónsson lögmaður sat fundinn undir þessum lið.

1.Kvörtun vegna stjórnsýslu BVS/Einstök erindi

Málsnúmer 202001118

Mál í vinnslu.
Helga Þórarinsdóttir sat fundinn undir þessum lið.

2.Gjaldskrá heimaþjónustu 2020

Málsnúmer 202002010

Félagsmálanefnd samþykkir tölur um hækkun á gjaldskrá félagslegrar heimaþjónustu sem er innan marka lífskjarasamningsins.
Helga Þórarinsdóttir sat fundinn undir þessum lið.

3.Fjárhagsáætlun ársins 2021 fyrir félagsþjónustu

Málsnúmer 202005142

Félagsmálanefnd samþykkir framlagða rammaáætlun ársins 2020 en ljóst er að mikil hækkun er á launum vegna fyrirliggjandi kjarasamninga. Nefndin bendir einnig á að ekki hefur verið tekið tillit til styttingar vinnuvikunnar sem þá mun leiða til enn meiri kostnaðaraukningar á launaliðum.
Inga Rún Sigfúsdóttir sat fundinn undir þessum lið.

4.Barnaverndarmál

Málsnúmer 1805067

Bókun nefndar færð í trúnaðarmálabók.
Inga Rún Sigfúsdóttir sat fundinn undir þessum lið.

5.Barnaverndarmál

Málsnúmer 1805066

Bókun nefndar færð í trúnaðarmálabók.
Inga Rún Sigfúsdóttir sat fundinn undir þessum lið.

6.Barnaverndarmál

Málsnúmer 1805065

Bókun nefndar færð í trúnaðarmálabók.
Inga Rún Sigfúsdóttir sat fundinn undir þessum lið.

7.Barnaverndarmál

Málsnúmer 1805063

Bókun nefndar færð í trúnaðarmálabók.

8.Styrkbeiðni Stígamóta fyrir árið 2020

Málsnúmer 201910145

Félagsmálastjóra er falið að svara erindi Stígamóta.

9.Ábending fá Búnaðarsambandi Austurlands vegna Covid-19

Málsnúmer 202003121

Félagsmálastjóra falið að svara erindi Búnaðarsambands Austurlands.

10.Réttur til atvinnuleysisbóta og/eða fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga á tímum COVID-19

Málsnúmer 202005143

Samband íslenskra sveitarfélaga beinir því til sveitarfélaga að kanna hvort rétt sé að víkja tímabundið frá skilyrðum um veitingu fjárhagsaðstoðar vegna COVID-19 faraldursins, að umsækjendur þurfi að loka rekstri (sýna fram á að rekstri hafi verið hætt) í ljósi aðstæðna á vinnumarkaði. Hafi sjálfstætt starfandi einstaklingur tilkynnt um verulegan samdrátt í rekstri og breytingu á reiknuðu endurgjaldi til launagreiðendaskrár Ríkisskattstjóra (RSK 5.02) teljist viðkomandi uppfylla skilyrði fyrir því að fá fjárhagsaðstoð til framfærslu ef samdrátturinn er tilkominn vegna faraldursins. Breytt framkvæmd felur í sér:

Sjálfstætt starfandi einstaklingar sem hafa lægri tekjur en sem nema grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar, eiga rétt á fjárhagsaðstoð að því tilskildu að viðkomandi hafi tilkynnt um verulegan samdrátt í rekstri og breytingu á reiknuðu endurgjaldi til launagreiðendaskrár Ríkisskattstjóra (eyðublað RSK 5.02) sem leiðir til tímabundinnar stöðvunar á rekstri.
Jafnframt þarf umsækjandi að hafa leitað réttar síns til atvinnuleysisbóta í samræmi við ákvæði laga um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006 og reglur viðkomandi sveitarfélags um fjárhagsaðstoð.
Taki sjálfstætt starfandi einstaklingur að sér tilfallandi verkefni samhliða greiðslu fjárhagsaðstoðar skal hann tilkynna það til Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs enda á viðkomandi ekki rétt á fjárhagsaðstoð á því tímabili sem verkefnið stendur yfir. Sé umsækjandi í hlutastarfi með tekjur undir grunnfjárhæð skal gerð krafa um að viðkomandi sé í virkri atvinnuleit.
Lagt er til að breytt verklag gildi á sama tímabili og ákvæði til bráðabirgða við lög um atvinnuleysistryggingar sem heimilar sjálfstætt starfandi einstaklingi að sækja um atvinnuleysisbætur enda þótt viðkomandi hafi ekki tilkynnt til launagreiðendaskrár ríkisskattstjóra um lok starfsemi.
Sé framkvæmd aftur breytt til fyrra horfs ber að tilkynna viðtakendum stuðnings um það með a.m.k. tveggja vikna fyrirvara.

Ofangreindar tillögur Sambands íslenskra sveitarfélaga eru samþykktar samhljóða af Félagsmálanefnd Fljótsdalshéraðs. Gildistími breytinga á reglum Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs um fjárhagsaðstoð er eins og segir í tillögum sambandsins, á meðan í gildi eru ákvæði til bráðabirgða við lög um atvinnuleysistryggingar sem heimilar sjálfstætt starfandi einstaklingi að sækja um atvinnuleysisbætur.

11.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (skipt búseta barns), 707. mál.

Málsnúmer 202005032

Félagsmálanefnd fagnar framkomnu lagafrumvarpi og telur það bæta aðstæður barna sem eiga foreldra sem ekki deila heimili. Jákvætt er að það sé tekið fram í lögunum að forsenda þess að semja um skipta búsetu barns sé góð samvinna foreldra með hagsmuni barnsins að leiðarljósi. Þannig er einnig hnekkt á því að forsendur samvinnunnar eigi að taka mið af þörfum barnsins og það tekið fram að skólasókn barns miðist við einn grunn- eða leikskóla svo festa sé í uppeldi og umönnun barnsins.
það er góð þróun réttarfars og þá með tilliti til barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að börn geti sjálf snúið sér til stjórnvalds til þess að hlutast til um uppeldisaðstæður sínar, forsjá, lögheimili, búsetu og umgengni. Réttarstaða barna er bætt til muna við að það sé tekið fram í lögunum að hlusta eigi á sjónarmið barns til samræmis við aldur þeirra og þroska.
Breytingar er jafna rétt foreldra til almennra stuðningsúrræða s.s. húsaleigubóta, barnabóta, skattaívilnana og samningar um framfærslu barns þegar búseta barns er skipt, er af hinu góða og til þess fallin að jafna stöðu foreldra sem áður hafa ekki getað notið stuðnings vegna lögheimilisreglunnar. Í frumvarpinu er rætt um að þjónustu skuli beina á bæði heimili og Sjúkratyggingar Íslands þar nefndar en ekki fjallað sérstaklega um stöðu barna með alvarlega fötlun sem þurfa stuðning hins opinbera í formi stuðnings- og hjálpartækja. Nefndin gerir ráð fyrir að sérstaklega verði fjallað um rétt þessara barna í reglugerð ráðherra og vill benda á mikilvægi þess að þau börn sem vegna alvarlegrar fötlunar fái tæki á bæði heimili ef þau eru stór og fyrirferðarmikil og erfiðleikum bundið að flytja þau á milli heimila. Í því samhengi er bent á háa skilnaðartíðni foreldra með fötluð börn og mikilvægi þess að hið opinbera styðji vel við samvinnu foreldra með mikið fötluð börn. Má þar einnig nefna umönnunarbætur og fleira er lýtur að málefnum barna með fötlun og þunga umönnunarbyrði foreldra.

12.Skýrsla Félagsmálastjóra

Málsnúmer 201712031

Félagsmálastjóri reifar helstu málefni sviðsins frá síðasta fundi.

Fundi slitið - kl. 14:45.