Helga Þórarinsdóttir sat fundinn undir þessum lið.
Félagsmálanefnd samþykkir framlagða rammaáætlun ársins 2020 en ljóst er að mikil hækkun er á launum vegna fyrirliggjandi kjarasamninga. Nefndin bendir einnig á að ekki hefur verið tekið tillit til styttingar vinnuvikunnar sem þá mun leiða til enn meiri kostnaðaraukningar á launaliðum.