- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Björn Ingimarsson hefur gegnt starfi bæjarstjóra á Fljótsdalshéraði frá því í júlí 2010.
Björn er með meistaragráðu í Þjóðhagfræði frá Gautaborgarháskóla. Hann hefur margra ára reynslu sem stjórnandi og ráðgjafi í atvinnurekstri bæði hér á landi og erlendis en undanfarin ár hefur hann einkum starfað á vettvangi sveitarstjórnarmála. Björn starfaði sem sveitarstjóri Þórshafnarhrepps árin 2001 – 2006, sem sveitarstjóri Langanesbyggðar árin 2006 – 2009 og sem bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs frá því í júlí 2010.
Björn er giftur Sigrúnu Jónu Óskarsdóttur, förðunarfræðingi, og eiga þau sex börn.
Bæjarstjóri situr í eftirtöldum nefndum / stjórnum fyrir hönd sveitarfélagsins:
- Skólaskrifstofa Austurlands
- Barri ehf
- Eignarhaldsfélagið Brunabótarfélag Íslands
- Ársalir bs
- Vísindagarðurinn ehf
- Brunavarnir á Austurlandi
- Fasteignafélagið Iðavöllum
- Almannavarnarnefnd Múlaþings
Bæjarstjóri situr aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi sem fulltrúi Fljótsdalshéraðs og aðalfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga sem áheyrnarfulltrúi með tillögurétt.
Með vísan til umfjöllunar er birtist í Austurfrétt fyrir skömmu þar sem fram kom m.a. að í austfirskum leikskólum væri aðeins 24% starfsfólks faglært samanborið við 33% á landsvísu, 14% ófaglærðir og 53% með önnur réttindi er því hér með komið á framfæri að í leikskólum á Fljótsdalshéraði háttar þessum málum þannig að í Hádegishöfða er hlutfall faglærðra 37%, með aðra háskólamenntun 13% og annað starfsfólk 50%. Í leikskólanum Tjarnarskógi er hlutfall faglærðra 34%, með aðra háskólamenntun 14% og annað starfsfólk 52%.
Það má því segja að ef horft er til viðmiða á landsvísu þá hefur vel tekist til við mönnun leikskólanna á Fljótsdalshéraði og ber að fagna því.
Bæjarstjóri