05.09.2017
kl. 14:50
Jóhanna Hafliðadóttir
Plastlaus september er átak sem hófst 1. september síðastliðinn og miðar að því að vekja landsmenn til umhugsunar um plastnotkun, þann plastúrgang sem fellur til á heimilum og vinnustöðum og þá ofgnótt plasts sem er í umhverfinu.
Lesa
05.09.2017
kl. 13:31
Jóhanna Hafliðadóttir
Ferðafélag Íslands stendur fyrir lýðheilsugöngum í september, í samstarfi við sveitarfélög og ferðafélög um land allt. Eru göngurnar liður í afmælisdagskrá FÍ, sem fagnar 90 ára afmæli á árinu. Á Fljótsdalshéraði er það Ferðafélag Fljótsdalshéraðs sem skipuleggur göngurnar.
Lesa
04.09.2017
kl. 16:49
Jóhanna Hafliðadóttir
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs skorar á ríkisstjórn Íslands að bregðast þegar við bráðavanda sem upp er kominn í sauðfjárrækt. Miðað við núverandi stöðu er mikil hætta á alvarlegri byggðaröskun sem kæmi þungt niður á samfélögum til sveita og þeim sveitarfélögum sem byggja að miklu leyti á landbúnaði.
Lesa
04.09.2017
kl. 12:00
Jóhanna Hafliðadóttir
261. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar miðvikudaginn 6. september 2017 og hefst hann klukkan 17:00.
Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni.
Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa
04.09.2017
kl. 10:57
Jóhanna Hafliðadóttir
Alþjóðlega vinnusmiðjan Hnútar, á vegum Dansskóla Austurlands, verður haldinn dagana 14. til 23. september. Alona Perepelystia stendur fyrir smiðjunni sem fer fram í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Vinnusmiðjan stendur yfir í 8 daga, á kvöldin á virkum dögum og allan daginn um helgar, og lýkur með uppsetningu og sýningu dagana 22. - 23. september.
Lesa
04.09.2017
kl. 10:42
Jóhanna Hafliðadóttir
Miðvikudaginn 30. september heimsótti sendiherra Japans á Íslandi Austurland og kom þá m.a. við á skrifstofu Fljótsdalshéraðs. Tilgangur ferðar sendiherrans, sem tók við því starfi á síðasta ári, var að kynna sér svæðið og þá ekki síst atvinnuuppbyggingu og menningarleg tengsl.
Lesa