- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Miðvikudaginn 30. september heimsótti sendiherra Japans á Íslandi Austurland og kom þá m.a. við á skrifstofu Fljótsdalshéraðs. Tilgangur ferðar sendiherrans, sem tók við því starfi á síðasta ári, var að kynna sér svæðið og þá ekki síst atvinnuuppbyggingu og menningarleg tengsl.
Á myndinni má sjá Yasuhiko Kitagawa sendiherra og Gest Hilmarsson starfsmann sendiráðsins, Björn Ingimarsson bæjarstjóra og Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúa frá Fljótsdalshéraði og Jónu Árnýju Þórðardóttur framkvæmdastjóra Austurbrúar.