Sendiherra Japans heimsótti Austurland

Óðinn Gunnar Óðinsson, Yasuhiko Kitagawa, Björn Ingimarsson, Jóna Árný Þórðardóttir og Gestur Hilmar…
Óðinn Gunnar Óðinsson, Yasuhiko Kitagawa, Björn Ingimarsson, Jóna Árný Þórðardóttir og Gestur Hilmarsson.

Miðvikudaginn 30. september heimsótti sendiherra Japans á Íslandi Austurland og kom þá m.a. við á skrifstofu Fljótsdalshéraðs. Tilgangur ferðar sendiherrans, sem tók við því starfi á síðasta ári, var að kynna sér svæðið og þá ekki síst atvinnuuppbyggingu og menningarleg tengsl.

Á myndinni má sjá Yasuhiko Kitagawa sendiherra og Gest Hilmarsson starfsmann sendiráðsins, Björn Ingimarsson bæjarstjóra og Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúa frá Fljótsdalshéraði og Jónu Árnýju Þórðardóttur framkvæmdastjóra Austurbrúar.