Plastlaus september

Plastlaus september er átak sem hófst 1. september síðastliðinn, og miðar að því að vekja landsmenn til umhugsunar um plastnotkun, þann plastúrgang sem fellur til á heimilum og vinnustöðum og þá ofgnótt plasts sem er í umhverfinu. 

Fólk er hvatt til að taka þátt í Plastlausum september með því að taka stór eða smá skref í áttina að því að draga úr notkun á einnota plasti.

Á heimasíðunni Plastlaus september er hægt að lesa allt um verkefnið og hvað er hægt að gera til að minnka sína plastnotkun.