Alþjóðlega vinnusmiðjan Hnútar, á vegum Dansskóla Austurlands, verður haldinn dagana 14. til 23. september. Alona Perepelystia stendur fyrir smiðjunni sem fer fram í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Vinnusmiðjan stendur yfir í 8 daga, á kvöldin á virkum dögum og allan daginn um helgar, og lýkur með uppsetningu og sýningu dagana 22. - 23. september.
Í gegnum vinnuferlið verður tekist á við mismunandi leiðir til samskipta frá persónu til persónu. Hugmyndirnar sem verða þróaðar verða byggðar á lífsreynslu og athugun hvers einstaklings í vinnusmiðjunni. Meginverkfæri rannsóknarinnar er æfing nútímaframsetningar: dans, leiklist og sviðsframsetning.
Á lokasýningu vinnusmiðjunnar verður afrakstur hinnar 8 daga hóprannsóknar kynntur með hljóði, myndbandi, dans og/eða leiklist.
Aldur þátttakenda: frá 15 til 40 ára
Þátttakandagjald: 6.000 kr.
Nemendur við grunnskóla og ME: 50% afsláttur
Til að skrá sig má senda póst á dansausturland@gmail.com
Nánari upplýsingar á https://www.facebook.com/
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.