Á fundi bæjarráðs Fljótsdalshéraðs 4. september voru málefni sauðfjárbænda rædd og eftirfarandi bókun gerð:
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs skorar á ríkisstjórn Íslands að bregðast þegar við bráðavanda sem upp er kominn í sauðfjárrækt. Miðað við núverandi stöðu er mikil hætta á alvarlegri byggðaröskun sem kæmi þungt niður á samfélögum til sveita og þeim sveitarfélögum sem byggja að miklu leyti á landbúnaði.
Jafnframt leggur bæjarráð þunga áherslu á það að stjórnvöld, forysta bænda og fulltrúar afurðastöðva og verslana vinni saman að því að treysta rekstarskilyrði sauðfjárræktar til framtíðar, einkum á þeim svæðum sem eru landgæðalega vel fallin til sauðfjárbúskapar. Einnig telur bæjarráð nauðsynlegt að stjórnvöld vinni markvisst að því að styrkja undirstöður til fjölbreyttara atvinnulífs í dreifðum byggðum landsins.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.