Samstarf á milli líkamsræktarstöðva á Fljótsdalshéraði

Sonja Ólafsdóttir, einn eiganda CrossFit Austur, og Björn Ingimarsson bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs u…
Sonja Ólafsdóttir, einn eiganda CrossFit Austur, og Björn Ingimarsson bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs undirskrifuðu samninginn.

Heilsueflandi samfélag  CrossFit Austur og Fljótsdalshérað hafa nú gert með sér samning um samstarf á milli líkamsræktarstöðvanna CrossFit Austur og Héraðsþreks. Markmið með samningnum, og samstarfinu í heild, er að gefa almenningi á Fljótsdalshéraði kost á að kynna sér starfsemi beggja stöðva og auka samstarf á milli slíkrar starfsemi á Fljótsdalshéraði.

Felur samningurinn, sem er til eins árs til að byrja með, í sér að þeir meðlimir Héraðsþreks sem eiga gildandi árskort og eru orðnir 18 ára gamlir fá aðgang að aðstöðu CrossFit Austur allt að tvisvar sinnum í mánuði, og það sama gildir um meðlimi CrossFit Austur, sem fá þá aðgang að Héraðsþreki og sundlauginni allt að tvisvar í mánuði.

Með aukinni samvinnu CrossFit Austur og Héraðsþreks er stórt skref stigið í áttina að því að sem flestir í samfélaginu geti tileinkað sér heilbrigða og fjölbreyttu hreyfingu við sitt hæfi.