Í dag miðvikudaginn 27. september verður farið í síðustu Lýðheilsugöngu Ferðafélagsins að sinni. Það hefur verið frábær mæting í allar göngurnar og vonast er til að það verði ekki verra að þessu sinni.
Farið verður í Dansgjá í Fellum og nágrenni. Mæting er við skrifstofu Ferðafélags, Tjarnarás 8, klukkan 18 þar sem safnast verður saman í bíla.
Veðurspáin er blaut og því er göngufólki bent á að klæða sig eftir veðri og vindum.
Minnt er á að skrá sig hér, því dregið verður úr potti við lok verkefnisins. Það eru glæsilegir vinningar í boði.
Ferðafélag Fljótsdalshéraðs á heiður skilið fyrir frábæra skipulagningu og framkvæmd við septembergöngurnar árið 2017 og er óskandi að verkefnið verði árlegt hér eftir.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.