Lýðheilsuganga í Dansgjá

Það er gott skjól í Kvíahelli - en þangað var meðal annars farið í síðustu Lýðheilsugöngu.
Það er gott skjól í Kvíahelli - en þangað var meðal annars farið í síðustu Lýðheilsugöngu.

Í dag miðvikudaginn 27. september verður farið í síðustu Lýðheilsugöngu Ferðafélagsins að sinni. Það hefur verið frábær mæting í allar göngurnar og vonast er til að það verði ekki verra að þessu sinni.

Farið verður í Dansgjá í Fellum og nágrenni. Mæting er við skrifstofu Ferðafélags, Tjarnarás 8, klukkan 18 þar sem safnast verður saman í bíla.

Veðurspáin er blaut og því er göngufólki bent á að klæða sig eftir veðri og vindum.

Minnt er á að skrá sig hér, því dregið verður úr potti við lok verkefnisins. Það eru glæsilegir vinningar í boði.

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs á heiður skilið fyrir frábæra skipulagningu og framkvæmd við septembergöngurnar árið 2017 og er óskandi að verkefnið verði árlegt hér eftir.