- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við Lögreglustjórann á Austurland lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna úrkomu og vatnavaxta á Austurlandi. Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað.
Aðgerðarstjórnir almannavarna á Fljótsdalshéraði og Fjarðabyggð funduðu í dag með aðilum á svæðinu ásamt sérfræðingum frá Vegagerðinni og Isavia til að fara yfir ástandið og meta það. Samkvæmt veðurspá rofar til næstu klukkutíma en spáð er áframhaldandi rigningu með hléum á Austurlandi næstu daga. Við þessar aðstæður getur jarðvegur orðið gegnsósa sem eykur líkur á skriðum, jafnvel utan hefðbundinna skriðusvæða.
Fylgst verður vel með aðstæðum og viðeigandi ráðstafanir gerðar ef þörf verður á. Fólk er beðið um að fylgjast með, en frekari upplýsingar um ástandið verða birtar á viðeignadi vefmiðlum s.s. heimasíðum sveitarfélaga og lögreglu.
Fara má beint inn á vef Almannavarna hér.