Kosningar: Hvar áttu lögheimili?

Myndin er tekin af vef Alþingis
Myndin er tekin af vef Alþingis

Líkt og flestum er kunnugt um hefur verið ákveðið að ganga til Alþingiskosninga laugardaginn 28. október 2017. Samkvæmt a lið 1. mgr. 23 gr. laga um kosningar til Alþingis er viðmiðunardagur kjörskrárstofns 5 vikum fyrir kjördag sem þýðir að viðmiðunardagur að þessu sinni er 23. september sem er á laugardaginn kemur.

Mikilvægt er því að allar þær breytingar sem þarf að gera á skráningu lögheimilis verði gerðar fyrir lok föstudagsins 22. september. Þær lögheimilisbreytingar sem berast eftir viðmiðunardag fara ekki inn á kjörskrárstofn.