Hnútar - Dans er samskipti, samskipti eru dans

Undanfarna daga hefur staðið yfir vinnusmiðja í Sláturhúsinu menningarsetri á Egilsstöðum undir stjórn Alona Perepelystia og þriggja vina hennar frá Úkraínu. Verkefnið ber heitið Hnútar, dans er samskipti, samskipti er dans. Hópurinn hefur sett upp innsetningu í Sláturhúsinu sem verður opin frá 16:00 til 20:00 föstudaginn 22. september og klukkan 10:00 - 20:00 laugardaginn 23. september. Á föstudaginn klukkan 20:00 og á laugardaginn 23. september klukkan 14:00 og 16:00 verður danssýning samhliða innsetningunni þar sem gestir verða leiddir í gegnum völundarhús hugsana og tilfinninga. Ferðin hefst fyrir framan Sláturhúsið.

Í tilkynningu frá danshópnum segir: „Kannski kannast þú við fjölskyldu og vini í verkinu. Annað er nýtt fyrir þér. Annað hefur þú lengi vitað. Endalaust flæði stafrænna upplýsinga deyfir skynjun okkur á því hversdagslega. Við reynum að missa ekki af aðalatriðunum. Við höfum verið á Íslandi í 10 daga og talað við margt fólk um fjölskyldur þess og hvernig það heldur sambandi við sína nánustu. Við spurðum margra spurning en vorum í rauninni aðeins að leita svara við einni: Hvernig finnum við líkamlega nærveru annars í sama rými? Hvað skapar einstæða nærveru? Skynjar fólk sérstöðu þessa á daglegum basis eða geta nútímasamskiptatækni komið alfarið í stað þessa? Okkur þykja þessar spurningar mikilvægar. Okkur finnst þessi skilningur tengja okkur betur saman, gera tengslin dýrmætari og verðmætari. Við lærum að hlusta, skilja og skynja hvert annað betur. Án orða.“