Íslenskunámskeið fyrir innflytjendur

Austurbrú stendur fyrir námskeiðum í íslensku fyrir útlendinga í haust. Slík námskeið hafa verið fastir liðir í starfsemi Austurbrúar undanfarin ár og að flestra mati þýðingarmikil fyrir þátttakendur og samfélagið allt. 

Námskeiðin hófust um miðjan september á Egilsstöðum, Seyðisfirði, Reyðarfirði og Neskaupstað. Þau byggja á námskrá í íslensku sem mennta- og menningarmálaráðuneytið gefur út. Haustið 2017 verður boðið upp á námskeið á fyrsta, öðru og þriðja þrepi og auk þess er boðið upp á námskeið í starfstengdri íslensku. Námskeið í starfstengdri íslensku eru haldin í samstarfi við vinnuveitendur og aðlöguð þörfum vinnustaðarins.

Stefnt er að því að halda fleiri námskeið í vetur og á fleiri stöðum. Áhugasamir eru hvattir til þess að hafa samband við Austurbrú. Jafnframt hvetjum við þá er þekkja til fólks sem nýtt gæti námskeiðið að benda á þennan möguleika.

Að jafnaði eru námskeiðin 40 klukkustundir og kosta 45.000 kr. Athugið að fyrirtæki og einstaklingar geta sótt um styrki fyrir námskeiðsgjaldi í starfsmenntasjóði.

Nánari upplýsingar um einstök námskeið og skráning.