Undirbúningur hafinn fyrir byggingu menningar- og stjórnsýsluhúss á Egilsstöðum

Hafinn er undirbúningur að byggingu menningarhúss og stjórnsýsluhúss í miðbæ Egilsstaða.  Stefnt er að því að menningar- og stjórnsýsluhúsið verður undir sama þaki norðan megin við endann á Strikinu gegnt Hótel Héraði. 

Bygging menningarhússins er samstarfsverkefni ríkisins og Fljótsdalshéraðs og byggir á ákvörðun ríkistjórnarinnar um byggingu menningarhúsa í öllum landsfjórðungum.  Stjórnsýsluhúsið er alfarið á verksviði sveitarfélagsins.

 

Nú þegar hefur verið ákveðið að fara með húsið í hönnunarsamkeppni og fyrir liggur að ráða verkefnisstjóra til þess að starfa með þeim starfshópum sem skipaðir hafa verið til að undirbúa málið.