Kynningardagur í Brúarásskóla

Brúarásskóli býður íbúum sveitarfélagsins til sérstaks kynningardags laugardaginn 21. apríl kl 14.00.  Nemendur og starfsfólk verða til staðar og kynna aðstöðu og starfsemi skólans.

Þá verða flutt skemmtiatriði og leikin tónlist. Einnig verður boðið upp á kaffi og með því fyrir fullorðna fólkið, og þá mun nemendafélagið verða með sjoppu á staðnum fyrir þá sem það vilja. Starfsfólk Brúarásskóla hvetur foreldra og nemendur í öllu sveitarfélaginu til kíkja í skólann á laugardaginn.