Bæjarstjórn og ungmennaráð funda

Í dag, kl. 17.00 verður haldinn árlegur fundur bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs og ungmennaráðs. Fundurinn er í beinni útsendingu á Netinu og má nálgast hana í gegnum tenginu á forsíðu heimasíðu sveitarfélagsins.

Á sameiginlegum fundi bæjarstjórnar og ungmennaráðsins verða kynntar niðurstöður ungmennaþings, sem haldið var nýlega, og hafið yfirskriftina “Að breyta sláturhúsi í menningarhús”.

Dagskrá 55. fundur bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs er að öðru leyti eftirfarandi:

Dagskrá


1. Sameiginlegur fundur ungmennaráðs og bæjarstjórnar.

2. 70. fundur bæjarráðs, 11. apríl 2007.

3. 69. fundur skipulags- og byggingarnefndar haldinn 16. apríl 2007.

4. 41. fundur fasteigna- og þjónustunefndar, 10. apríl 2007.

5. 52. fundur umhverfis- og náttúruverndarnefndar, 11. apríl 2007.

6. 33. fundur íþrótta- og frístundanefndar, 12. apríl 2007.

7. 37. fundur menningarnefndar, 11. apríl 2007.

8. 12. fundur félagsmálanefndar, 10. apríl 2007.