Haldinn verður hádegisfundur miðvikudaginn 18. apríl um helstu niðurstöður verkefnisins Allt hefur áhrif, sem Lýðheilsustöð hefur unnið með Fljótsdalshéraði undanfarna mánuði.
Verkefnið varðar einkum heilbrigði og hollustu barna og ungmenna og mun Jórlaug Heimisdóttir, verkefnisstjóri hjá Lýðheilsustöð, kynna niðurstöður könnunar um stöðu mála hvað varðar hollustu og hreyfingu skólabarna í sveitarfélaginu.
Fundurinn verður haldinn á Hótel Héraði, í hádeginu milli kl. 12.00 og 13.00, miðvikudaginn 18. apríl nk. Fundurinn er öllum opinn og allir sem láta sig málefni barna og ungmenna varða eru hvattir til að mæta og kynna sér málin og fá tækifæri til að koma sýn sinni á framfæri við þá sem að verkefni þessu vinna.
Hægt er að kaup súpu og brauð meðan á fundi stendur.